Enski boltinn

Eiði Smára boðinn tveggja ára samningur hjá Swansea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiði Smára standa nokkrir möguleikar til boða
Eiði Smára standa nokkrir möguleikar til boða Nordic Photos/AFP
Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið Eiði Smára Guðjohnsen tveggja ára samning. Eiður skoðar einnig tilboð frá Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar er tilboð Swansea mjög gott. Staðsetning félagsins í Wales stendur í Eiði Smára en ferðalagið frá London til Cardiff tekur tvær og hálfa klukkustund með lest. Nokkrir netmiðlar greindu frá því í dag að Eiður væri búinn að samþykkja tilboð Swansea en það er alrangt.

New York Red Bulls og New England Revolution í Boston sem leika í bandarísku atvinnumannadeildlinni í knattspyrnu hafa einnig sýnt Eiði Smára áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×