Ætlar að höggva á Ódrjúgsháls-hnútinn í haust 8. júlí 2011 18:45 Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, hyggst strax í haust höggva á hnútinn í deilunum um Teigsskóg sem hindra vegagerð á sunnverðum Vestfjörðum, og telur nýtt umhverfismat á nýjum forsendum koma til greina. Dýrafjarðargöng vill hann setja í forgang. Eftir þriggja daga leiðangur um vegi Vestfjarða í vikunni segir Ögmundur tvennt standa upp úr; annarsvegar hve mikið hafi þegar áunnist, en hins vegar hve mikið sé enn ógert. Hann segir Vestfirði ólíka aðra landshlutum að því leyti að þar eigi enn eftir að tryggja lágmarkssamgöngur. Hann segist vera að horfa til Dynjandisheiðar og skilja vel kröfur Vestfirðinga um Dýrafjarðargöng, þótt ekki sé unnt að ráðast í þau að sinni vegna fjárskorts. Hann segir brýnt að menn sameinist um að setja Vestfirði í forgang. Horfa verði til þeirra sem geti ekki komist frá einum stað til annars. Setji verða þá framar í forgangsröðina en hina sem búi við bærilegar samgöngur en vildu gjarnan bæta þær enn betur. Spurður, hvort þetta þýði að Dýrafjarðargöng fari í fyrsta sæti í jarðgangaröðinni, vill hann ekki gera upp á milli þeirra og Norðfjarðarganga. "Þessi tvenn göng hljóta að verða þær stórframkvæmdir í gangamálum sem við horfum fyrst til," segir Ögmundur. Mest aðkallandi segir hann þó að ljúka Vestfjarðavegi um Barðaströndina og höggva á þann hnút sem er vegna deilna um Teigsskóg. Ögmundur hvetur til þess að allir komi fordómalaust og með opnum huga að borðinu og segir að það kosti einnig mikið rask að endurbyggja veginn yfir hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. "Það mun kosta verulegt rask og við verðum að horfast í augu við það líka." Hann útilokar því ekki að veglínan verði um Teigsskóg og þvert yfir firðina tvo, Djúpafjörð og Gufufjörð. "En að sjálfsögðu göngum við ekki gegn umhverfismati. Það gerum við ekki. Hvort það sé nauðsynlegt að ráðast í umhverfismat, þar sem heildardæmið er gert upp á nýjum forsendum, - það er eitthvað sem við þurfum einfaldlega að skoða." Hann hefur skipað samráðshóp sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka til að leysa málið á næstu vikum. "Og það er mikil samstaða með Vestfirðingum og öllum aðilum þessa máls að höggva á þessa hnúta og komast að niðurstöðu." -Hvenær? "Í haust," svarar Ögmundur. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, hyggst strax í haust höggva á hnútinn í deilunum um Teigsskóg sem hindra vegagerð á sunnverðum Vestfjörðum, og telur nýtt umhverfismat á nýjum forsendum koma til greina. Dýrafjarðargöng vill hann setja í forgang. Eftir þriggja daga leiðangur um vegi Vestfjarða í vikunni segir Ögmundur tvennt standa upp úr; annarsvegar hve mikið hafi þegar áunnist, en hins vegar hve mikið sé enn ógert. Hann segir Vestfirði ólíka aðra landshlutum að því leyti að þar eigi enn eftir að tryggja lágmarkssamgöngur. Hann segist vera að horfa til Dynjandisheiðar og skilja vel kröfur Vestfirðinga um Dýrafjarðargöng, þótt ekki sé unnt að ráðast í þau að sinni vegna fjárskorts. Hann segir brýnt að menn sameinist um að setja Vestfirði í forgang. Horfa verði til þeirra sem geti ekki komist frá einum stað til annars. Setji verða þá framar í forgangsröðina en hina sem búi við bærilegar samgöngur en vildu gjarnan bæta þær enn betur. Spurður, hvort þetta þýði að Dýrafjarðargöng fari í fyrsta sæti í jarðgangaröðinni, vill hann ekki gera upp á milli þeirra og Norðfjarðarganga. "Þessi tvenn göng hljóta að verða þær stórframkvæmdir í gangamálum sem við horfum fyrst til," segir Ögmundur. Mest aðkallandi segir hann þó að ljúka Vestfjarðavegi um Barðaströndina og höggva á þann hnút sem er vegna deilna um Teigsskóg. Ögmundur hvetur til þess að allir komi fordómalaust og með opnum huga að borðinu og segir að það kosti einnig mikið rask að endurbyggja veginn yfir hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. "Það mun kosta verulegt rask og við verðum að horfast í augu við það líka." Hann útilokar því ekki að veglínan verði um Teigsskóg og þvert yfir firðina tvo, Djúpafjörð og Gufufjörð. "En að sjálfsögðu göngum við ekki gegn umhverfismati. Það gerum við ekki. Hvort það sé nauðsynlegt að ráðast í umhverfismat, þar sem heildardæmið er gert upp á nýjum forsendum, - það er eitthvað sem við þurfum einfaldlega að skoða." Hann hefur skipað samráðshóp sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka til að leysa málið á næstu vikum. "Og það er mikil samstaða með Vestfirðingum og öllum aðilum þessa máls að höggva á þessa hnúta og komast að niðurstöðu." -Hvenær? "Í haust," svarar Ögmundur.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira