Enski boltinn

Hermann búinn að framlengja við Portsmouth

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hermann í leik gegn Spurs.
Hermann í leik gegn Spurs.
Það er nú orðið endanlega ljóst að Hermann Hreiðarsson leikur áfram með Portsmouth. Hermann skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við félagið.

Hinn 36 ára gamli Eyjamaður hefur verið í herbúðum Portsmouth frá árinu 2007.

Hermann náði að hrista af sér erfið meiðsli í fyrra og lék 29 leiki fyrir félagið.

Hann varð bikarmeistari með liðinu árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×