Enski boltinn

Man. City selur nafn heimavallar félagsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Etihad Stadium.
Etihad Stadium.
Heimavöllur Man. City, City of Manchester Stadium, mun hér eftir heita Etihad Stadium en félagið seldi í dag nafn vallarins.

City fór í tíu ára samstarf við Etihad en talið er að fyrirtækið greiði 150 milljónir punda fyrir nafnið á vellinum næstu tíu árin.

Flugfélagið auglýsir þess utan á búningum félagsins og er búið að framlengja þann samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×