Enski boltinn

Clichy hafnaði Liverpool og valdi ekki City út af peningunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gael Clichy lýsti því yfir á sínum tíma að menn færu aðeins til Man. City vegna peninganna. Hann er sjálfur farinn þangað en segir það ekki vera vegna peninganna.

Clichy hefur greint frá því að hann hafi hafnað tilboðum frá Liverpool og Roma og þess í stað ákveðið að fara til City.

"Ég var í alvarlegum viðræðum við Liverpool. Roma var líka spennandi en ég vildi spila áfram í ensku úrvalsdeildinni," sagði Clichy.

"Ég hefði fengið svipuð laun hjá Liverpool. Það eru ekki miklar sviptingar í launum varnarmanna. Ég skil að fólk haldi að ég hafi farið vegna peninganna en það var samt ekki þannig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×