Enski boltinn

Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Falcao í leik gegn Argentínu á Copa America.
Falcao í leik gegn Argentínu á Copa America.
Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum.

"Ég er í viðræðum við Porto um nýjan samning. Ég er mjög sáttur hjá Porto og hef tekið miklum framförum hjá félaginu," sagði Falcao sem myndi þó frekar fara til Englands en Spánar ef hann færi frá Porto.

"Það kemur að því að ég yfirgefi Portúgal. Ég er að reyna að hugsa sem minnst um áhuga annarra liða eins og Real Madrid. Ég er sáttur hjá Porto."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×