Enski boltinn

Given líklega á leiðinni til Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Given er farinn að þekkja bekkinn vel.
Given er farinn að þekkja bekkinn vel.
Markvörðurinn Shay Given er líkast til á förum frá Man. City í sumar en hann hefur reynt að komast frá félaginu í heilt ár án árangurs. Nú er hann orðaður við Aston Villa.

Villa er sagt vera til í að greiða 4,5 milljónir punda fyrir markvörðunn en Villa vantar markvörð í stað Brad Friedel sem er farinn til Tottenham.

Given kom til City frá Newcastle árið 2009 en hefur lítið fengið að spila síðan Roberto Mancini tók við liðinu.

Hann er 35 ára gamall og hefur leikið 113 landsleiki fyrir írska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×