Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar 23. ágúst 2011 17:41 Vinnslustöðin. Myndin er úr safni. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. Þar kröfðust eigendur útgerðafélagsins Stillu ehf., sem er félag í eigu bræðra frá Rifi, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, að VSV skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. Tillagan var felld en það var Magnús Helgi Árnason, sem situr í stjórn VSV á vegum Stillu útgerðar, sem flutti hana. Í tilkynningu frá meirihluta eigendahópsins segir: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSV undanfarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson, þávarandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis. Liðu svo fjögur ár og dúkkuðu þá sumar af þessum tillögum upp á nýjan leik á aðalfundi VSV í júní 2011. Allan þennan tíma höfðu Guðmundur, Hjálmar og Magnús Helgi setið í stjórn VSV án þess að leita upplýsinga eða reyna yfirleitt að finna ásökunum sínum stað. Á stjórnarvettvangi höfðu þeir að sjálfsögðu alla möguleika á að spyrjast fyrir og afla upplýsinga.“ Því er óhætt að segja að það er mikil óeining og harðvítug átök innan Vinnslustöðvarinnar.Ufsabergi-útgerð á togarann Gullberg VE en Vinnslustöðin keypti 35 prósentu hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum síðan. Svo segir í yfirlýsingunni: „Vandséð er að það vaki fyrir Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum að styrkja og efla VSV. Slíkt verður ekki gert með því að reyna að gera mikilvægar ákvarðanir i starfsemi félagsins tortryggilegar og leitast við að skapa óróa og sundrungu í hluthafahópnum.“ Og endar yfirlýsingin á orðunum: „Stillumönnum hefur sem sagt mistekist að ná undirtökum í VSV en mér segir svo hugur um að næsta mál á dagskrá verði að krefjast þess að félaginu verði hreinlega slitið. Þannig fái þeir tækifæri til að ráðstafa þriðjungi aflaheimilda VSV, þ.e. þriðjungi þess sem eftir verður þegar Jón Bjarnason hefur hirt af okkur það sem hann og aðrir stjórnarliðar áforma að taka í ríkispottana sína til pólitískrar úthlutunar.“ Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. Þar kröfðust eigendur útgerðafélagsins Stillu ehf., sem er félag í eigu bræðra frá Rifi, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, að VSV skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. Tillagan var felld en það var Magnús Helgi Árnason, sem situr í stjórn VSV á vegum Stillu útgerðar, sem flutti hana. Í tilkynningu frá meirihluta eigendahópsins segir: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSV undanfarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson, þávarandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis. Liðu svo fjögur ár og dúkkuðu þá sumar af þessum tillögum upp á nýjan leik á aðalfundi VSV í júní 2011. Allan þennan tíma höfðu Guðmundur, Hjálmar og Magnús Helgi setið í stjórn VSV án þess að leita upplýsinga eða reyna yfirleitt að finna ásökunum sínum stað. Á stjórnarvettvangi höfðu þeir að sjálfsögðu alla möguleika á að spyrjast fyrir og afla upplýsinga.“ Því er óhætt að segja að það er mikil óeining og harðvítug átök innan Vinnslustöðvarinnar.Ufsabergi-útgerð á togarann Gullberg VE en Vinnslustöðin keypti 35 prósentu hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum síðan. Svo segir í yfirlýsingunni: „Vandséð er að það vaki fyrir Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum að styrkja og efla VSV. Slíkt verður ekki gert með því að reyna að gera mikilvægar ákvarðanir i starfsemi félagsins tortryggilegar og leitast við að skapa óróa og sundrungu í hluthafahópnum.“ Og endar yfirlýsingin á orðunum: „Stillumönnum hefur sem sagt mistekist að ná undirtökum í VSV en mér segir svo hugur um að næsta mál á dagskrá verði að krefjast þess að félaginu verði hreinlega slitið. Þannig fái þeir tækifæri til að ráðstafa þriðjungi aflaheimilda VSV, þ.e. þriðjungi þess sem eftir verður þegar Jón Bjarnason hefur hirt af okkur það sem hann og aðrir stjórnarliðar áforma að taka í ríkispottana sína til pólitískrar úthlutunar.“
Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30