Erum við hvalveiðiþjóð? Sigursteinn Másson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Til að hægt sé að svara því hvort við séum hvalveiðiþjóð þurfum við fyrst að skilgreina hugtakið hvalveiðiþjóð. Við lítum hiklaust á okkur sem fiskveiðiþjóð og vart nokkur ágreiningur um það. Hlutfallslega er ekkert þjóðríki eins háð hafinu með afkomu sína og hefur það að sjálfsögðu mótað afstöðu Íslendinga til hafsins og nýtingu þess. Litið er á nýtingarréttinn á auðlindum sjávar sem nánast heilagan rétt þjóðarinnar. Tungutak þjóðarinnar og hugtakanotkun hefur endurspeglað þetta. Þegar hvalveiðar hófust við Ísland um 1600, eftir að Baskar höfðu uppgötvað Íslandsmið á leið sinni norður að Svalbarða, og í þrjú hundruð ár þaðan í frá, til 1900 stunduðu Íslendingar engar hvalveiðar í atvinnuskyni. Danir komu á eftir Böskum ásamt Hollendingum. Svo komu Frakkar og síðar settu Norðmenn upp stórar hvalstöðvar á Vestfjörðum. Þetta voru því erlendar stórþjóðir sem stunduðu hér stórfelldar hvalveiðar en Íslendingar máttu heppnir heita ef þeir fengu íhlaupavinnu á planinu. Undantekningin frá þessu voru tilraunir nokkurra vestfirskra bænda að hefja veiðar á hrefnu og andarnefjum en þær tilraunir voru endasleppar. Strax 1866 var farið að gæta mikillar óánægju meðal landsmanna með hvalveiðar útlendinga hér. Þá og áratugina á eftir voru haldnir fjölmargir borgarafundir allt frá Siglufirði til Eskifjarðar þar sem krafist var takmarkana á veiðarnar og jafnvel hvalveiðibanns. Athygli vekur að bæjarstjórn Ísafjarðar lét ekki sitt eftir liggja en lýsti formlega yfir áhyggjum sínum vegna ofveiði á hvölum við landið. Megináhyggjurnar snérust um mengun og ólykt sem stafaði frá hvalstöðvunum, arðrán og slæm áhrif veiðanna á fiskgengd. Í kringum aldamótin 1900 voru höfuðstöðvar hvalveiðifyrirtækja sem hér gerðu út í borgum eins og Ósló, Hamborg, Leith og New York en engar í Reykjavík. 1913 ákváðu íslensk stjórnvöld einhliða að setja á algert hvalveiðibann við Ísland þrátt fyrir mikinn þrýsting og mótmæli frá Norðmönnum sem studd voru af Dönum. Nær víst má telja að ákvörðunin hafi verið liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og að með henni hafi heimastjórnin viljað sýna hvað í henni bjó. Í fimmtán ár, allt til 1928, stóðu íslensk stjórnvöld gegn þrýstingi erlendra ríkja um að hefja hvalveiðar að nýju. Það ár snéru fjögur verksmiðjuskip Norðmanna að nýju á Íslandsmið en rétt eins og Frakkar nokkrum árum áður gripu Norðmenn í tómt í leit sinni að Íslandssléttbaki. Til að byrja með höfðu veiðarnar beinst að þessum hægfara hval sem auðvelt var að skutla en þegar hér var komið sögu var hann horfinn af Íslandsmiðum og hefur nær ekkert sést síðan. Hvalveiðar lágu að mestu niðri á stríðsárunum en það var ekki fyrr en 1948, með stofnun Hvals hf. að iðnaðarveiðar undir stjórn Íslendínga hófust. Þær stóðu i 41 ár þar til alþjóðlegt hvalveiðibann tók gildi við Ísland. Þá höfðu þjóðir heims komist að þeirri niðurstöðu að hætta skyldi alfarið veiðum og milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir í hagnaðarskyni. Ákvörðunin sem tekin var af Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem Íslendingar voru meðal stofnaðila að, var útgerðarmönnum og stjórnvöldum hér á landi ekki að skapi og þegar Íslendingar gengu að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið var það gert með fyrirvara um réttinn til hvalveiða í atvinnuskyni. Í fjögur hundruð ára sögu hvalveiða við landið spannar samanlagður tími iðnaðarveiða Íslendinga aðeins tæplega fimmtíu ár. Aðrar þjóðir gerðu hér út á hval í nærfellt 350 ár. Á síðustu öld náðu gegndarlausar hvalveiðar hámarki og leiddu til víðtækra friðunaraðgerða sem langflestar þjóðir heims styðja. Íslendingar voru sennilega fyrstir þjóða til að ákveða hvalveiðibann og setja þannig markvert og framsýnt fordæmi. Erum við hvalveiðiþjóð? Varla miðað við söguna eða þá staðreynd að aðeins örfá árstörf eru í þessum deyjandi iðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Til að hægt sé að svara því hvort við séum hvalveiðiþjóð þurfum við fyrst að skilgreina hugtakið hvalveiðiþjóð. Við lítum hiklaust á okkur sem fiskveiðiþjóð og vart nokkur ágreiningur um það. Hlutfallslega er ekkert þjóðríki eins háð hafinu með afkomu sína og hefur það að sjálfsögðu mótað afstöðu Íslendinga til hafsins og nýtingu þess. Litið er á nýtingarréttinn á auðlindum sjávar sem nánast heilagan rétt þjóðarinnar. Tungutak þjóðarinnar og hugtakanotkun hefur endurspeglað þetta. Þegar hvalveiðar hófust við Ísland um 1600, eftir að Baskar höfðu uppgötvað Íslandsmið á leið sinni norður að Svalbarða, og í þrjú hundruð ár þaðan í frá, til 1900 stunduðu Íslendingar engar hvalveiðar í atvinnuskyni. Danir komu á eftir Böskum ásamt Hollendingum. Svo komu Frakkar og síðar settu Norðmenn upp stórar hvalstöðvar á Vestfjörðum. Þetta voru því erlendar stórþjóðir sem stunduðu hér stórfelldar hvalveiðar en Íslendingar máttu heppnir heita ef þeir fengu íhlaupavinnu á planinu. Undantekningin frá þessu voru tilraunir nokkurra vestfirskra bænda að hefja veiðar á hrefnu og andarnefjum en þær tilraunir voru endasleppar. Strax 1866 var farið að gæta mikillar óánægju meðal landsmanna með hvalveiðar útlendinga hér. Þá og áratugina á eftir voru haldnir fjölmargir borgarafundir allt frá Siglufirði til Eskifjarðar þar sem krafist var takmarkana á veiðarnar og jafnvel hvalveiðibanns. Athygli vekur að bæjarstjórn Ísafjarðar lét ekki sitt eftir liggja en lýsti formlega yfir áhyggjum sínum vegna ofveiði á hvölum við landið. Megináhyggjurnar snérust um mengun og ólykt sem stafaði frá hvalstöðvunum, arðrán og slæm áhrif veiðanna á fiskgengd. Í kringum aldamótin 1900 voru höfuðstöðvar hvalveiðifyrirtækja sem hér gerðu út í borgum eins og Ósló, Hamborg, Leith og New York en engar í Reykjavík. 1913 ákváðu íslensk stjórnvöld einhliða að setja á algert hvalveiðibann við Ísland þrátt fyrir mikinn þrýsting og mótmæli frá Norðmönnum sem studd voru af Dönum. Nær víst má telja að ákvörðunin hafi verið liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og að með henni hafi heimastjórnin viljað sýna hvað í henni bjó. Í fimmtán ár, allt til 1928, stóðu íslensk stjórnvöld gegn þrýstingi erlendra ríkja um að hefja hvalveiðar að nýju. Það ár snéru fjögur verksmiðjuskip Norðmanna að nýju á Íslandsmið en rétt eins og Frakkar nokkrum árum áður gripu Norðmenn í tómt í leit sinni að Íslandssléttbaki. Til að byrja með höfðu veiðarnar beinst að þessum hægfara hval sem auðvelt var að skutla en þegar hér var komið sögu var hann horfinn af Íslandsmiðum og hefur nær ekkert sést síðan. Hvalveiðar lágu að mestu niðri á stríðsárunum en það var ekki fyrr en 1948, með stofnun Hvals hf. að iðnaðarveiðar undir stjórn Íslendínga hófust. Þær stóðu i 41 ár þar til alþjóðlegt hvalveiðibann tók gildi við Ísland. Þá höfðu þjóðir heims komist að þeirri niðurstöðu að hætta skyldi alfarið veiðum og milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir í hagnaðarskyni. Ákvörðunin sem tekin var af Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem Íslendingar voru meðal stofnaðila að, var útgerðarmönnum og stjórnvöldum hér á landi ekki að skapi og þegar Íslendingar gengu að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið var það gert með fyrirvara um réttinn til hvalveiða í atvinnuskyni. Í fjögur hundruð ára sögu hvalveiða við landið spannar samanlagður tími iðnaðarveiða Íslendinga aðeins tæplega fimmtíu ár. Aðrar þjóðir gerðu hér út á hval í nærfellt 350 ár. Á síðustu öld náðu gegndarlausar hvalveiðar hámarki og leiddu til víðtækra friðunaraðgerða sem langflestar þjóðir heims styðja. Íslendingar voru sennilega fyrstir þjóða til að ákveða hvalveiðibann og setja þannig markvert og framsýnt fordæmi. Erum við hvalveiðiþjóð? Varla miðað við söguna eða þá staðreynd að aðeins örfá árstörf eru í þessum deyjandi iðnaði.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun