Innsend frétt úr Korpunni 28. júlí 2011 11:29 Júlíús Örn Ásbjörnsson sendi okkur þessa frétt úr Korpunni: Það hefur verið fínn gangur í Korpunni í sumar, í gær miðvikudaginn 17. júlí voru komnir á land 110 laxar á land og 12 sjóbirtingar. Það eru ennþá stórar torfur af laxi sem dólar um í sjónum, hnusar af ósnum og bíður eftir réttum aðstæðum til þess að renna sér upp í ánna, það verður virkilega gaman að sjá hvað gerist núna þegar bleyta er í kortunum enda var farið að örla á vatnsleysi og ekki er áin vatnsmikil fyrir. Lax hefur dreift sér víða um ánna og hafa flest allir merktir veiðistaðir gefið fiska í sumar. Mikið magn af fiski er í stíflunni og hafa menn verið að dunda sér þar með smáflugur. Áin er vanmetin fluguveiðiá eins og Birkir Björnsson og félagar komust að sunnudaginn 17. júlí. "Ég var við veiðar sunnudaginn 17. júlí í Korpunni ásamt Atla Bergmanni, syni hans Heiðari Val og félaga hans honum Stefáni. Skemmst er frá því að segja að dagurinn var stórkostlegur í alla staði. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk veiðin ótrúlega vel og þegar yfir lauk höfðum við Atli náð 8 löxum og einum sjóbirting á stöngina okkar og Heiðar Valur og Stefán tveimur löxum og einum sjóbirting. Þetta var í fyrsta sinn sem að við höfum veitt ánna á besta tíma og náðum við að upplifa akkúrat það sem við vorum að sækjast eftir þennan sunnudag. Við vorum að vonast til þess að komast í ánna með fisk um alla staði þannig að við þyrftum að læðast á bökkunum eins og indíánar eða minkar og fela okkur í grasinu, virkilega skemmtilegt að veiða svona. Lífríkið er stórkostlegt þarna og gaman að sjá hve sjálfbær hún með seiðum útum alla á sem fara að skila sér bráðum sem laxar. Hollið var „fly only" þannig að vonandi höfum við sýnt fram á að það er leikandi hægt að veiða Korpuna með micro flugum í svona erfiðum aðstæðum. Korpan er vanmetin á að mínu mati, þetta er fluguveiðiperla. Vð erum stoltir að segja frá því að á þessum „fly only" degi komu fleiri flugufiskar á land en samtals það sem af er sumrinu." Það lítur allt út að Ágúst mánaður geti orðið mjög góður í Korpunni þar sem laxagöngur virðast mun seinni heldur en síðustu ár. En það er ekki bara lax sem hefur verið að veiðst, menn hafa verið að setja í gríðarlega fallega sjóbirtinga og oft eru þeir stærri heldur en laxarnir, menn ættu að hafa það í huga þegar réttan flugan er valin. Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Júlíús Örn Ásbjörnsson sendi okkur þessa frétt úr Korpunni: Það hefur verið fínn gangur í Korpunni í sumar, í gær miðvikudaginn 17. júlí voru komnir á land 110 laxar á land og 12 sjóbirtingar. Það eru ennþá stórar torfur af laxi sem dólar um í sjónum, hnusar af ósnum og bíður eftir réttum aðstæðum til þess að renna sér upp í ánna, það verður virkilega gaman að sjá hvað gerist núna þegar bleyta er í kortunum enda var farið að örla á vatnsleysi og ekki er áin vatnsmikil fyrir. Lax hefur dreift sér víða um ánna og hafa flest allir merktir veiðistaðir gefið fiska í sumar. Mikið magn af fiski er í stíflunni og hafa menn verið að dunda sér þar með smáflugur. Áin er vanmetin fluguveiðiá eins og Birkir Björnsson og félagar komust að sunnudaginn 17. júlí. "Ég var við veiðar sunnudaginn 17. júlí í Korpunni ásamt Atla Bergmanni, syni hans Heiðari Val og félaga hans honum Stefáni. Skemmst er frá því að segja að dagurinn var stórkostlegur í alla staði. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk veiðin ótrúlega vel og þegar yfir lauk höfðum við Atli náð 8 löxum og einum sjóbirting á stöngina okkar og Heiðar Valur og Stefán tveimur löxum og einum sjóbirting. Þetta var í fyrsta sinn sem að við höfum veitt ánna á besta tíma og náðum við að upplifa akkúrat það sem við vorum að sækjast eftir þennan sunnudag. Við vorum að vonast til þess að komast í ánna með fisk um alla staði þannig að við þyrftum að læðast á bökkunum eins og indíánar eða minkar og fela okkur í grasinu, virkilega skemmtilegt að veiða svona. Lífríkið er stórkostlegt þarna og gaman að sjá hve sjálfbær hún með seiðum útum alla á sem fara að skila sér bráðum sem laxar. Hollið var „fly only" þannig að vonandi höfum við sýnt fram á að það er leikandi hægt að veiða Korpuna með micro flugum í svona erfiðum aðstæðum. Korpan er vanmetin á að mínu mati, þetta er fluguveiðiperla. Vð erum stoltir að segja frá því að á þessum „fly only" degi komu fleiri flugufiskar á land en samtals það sem af er sumrinu." Það lítur allt út að Ágúst mánaður geti orðið mjög góður í Korpunni þar sem laxagöngur virðast mun seinni heldur en síðustu ár. En það er ekki bara lax sem hefur verið að veiðst, menn hafa verið að setja í gríðarlega fallega sjóbirtinga og oft eru þeir stærri heldur en laxarnir, menn ættu að hafa það í huga þegar réttan flugan er valin.
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði