Innlent

Ríkið braut gegn Sólheimum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenska ríkinu var óheimilt að skerða fjárframlög til Sólheima í Grímsnesi á fjárlögum ársins 2009, með þeim hætti sem gert var. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í morgun. Framlög til Sólheima voru á þeim tíma skert um 4%.

Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að með því að lækka fjárframlögin hafi íslenska ríkið vanefnt samningsskuldbindingar sínar samkvæmt þjónustusamningi Sólheima við félagsmálaráðuneytið sem gerður var árið 2004.

Sóheimar töldu að lækkun fjárheimildanna hefði falið í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, en dómurinn féllst ekki á það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×