Erlent

Almenningur í Bandaríkjunum reiður og pirraður

Almenningur í Bandaríkjunum er búinn að fá upp í kok af þingmönnum sínum og mikil reiði og pirringur ríkir í nú garð þeirra. Ástæðan er deilan um skuldaþak Bandaríkjanna sem virðist vera komin í óleysanlegan hnút.

Samkvæmt frétt í blaðinu New York Post streyma nú símtöl og tölvupóstar á skrifstofur þingmannanna. Álagið á símkerfi þingsins er orðið svo mikið að þingmönnum og aðstoðarfólki þeirra er ráðið frá því að nota það.

Þá nefnir blaðið að twitterpóstur sem segir "Til fjandans Washington" hafi verið sendur í tugþúsundatali til þingmanna. Í gærdag voru allt að 20.000 slíkir póstar sendir á einni klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×