Innlent

Bætur greiddar út á frídag verslunarmanna

Erla Hlynsdóttir skrifar
Mynd Pjetur
Mánaðargreiðsla Tryggingastofnunar til lífeyrisþega og annarra bótaþega vegna ágústmánaðar verður greidd út mánudaginn 1. ágúst, sem er frídagur verslunarmanna.

Nokkuð hefur borið á fyrirspurnum, bæði til Tryggingastofnunar og fréttastofu, vegna þess að útborgunardagur fellur á frídag og af hverju ekki sé greitt út síðasta virka dag þar á undan.

Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og kynningarsviðs Tryggingastofnunar, segir það vera í samkvæmt 45. grein laga um almannatryggingar að greiða út fyrsta hvers mánaðar. Í undantekningartilfellum hafi ráðherra velferðarmála veitt undanþágu frá þessu ef fyrir liggur að það tefst lengi vegna frídaga að bótaþegar og lífeyrisþegar geti nálgast greiðslurnar í banka. Það hefur hins vegar ekki verið gert nú.

Þorgerður vekur sérstaka athygli á því að um er að ræða fyrirframgreiðslu, það er að bætur og lífeyrisgreiðslur sem greiddar eru út á mánudag eru vegna komandi mánaðar, ólíkt því sem gerist hjá flestum launþegum sem fá laun greidd eftir unninn mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×