Erlent

Hópslagsmál glæpagengja í Esbjerg

Lögreglan í Esbjerg í Danmörku handtók 16 manns í gærkvöldi eftir að gífurleg hópslagsmál brutust þar út milli tveggja stuðningshópa glæpagengja í landinu.

Hóparnir notuðu kylfur og keðjur til að berja á hvor öðrum og voru þrír fluttir á slysadeild með beinbrot.

Hóparnir sem hér um ræðir eru annarsvegar Guardios Diablo sem styðja Bandidos glæpagengið og Devils Choice sem eru stuðningshópur Hells Angels. Til átaka hefur komið milli þessarar hópa af og til undanfarið hálft ár en þeir berjast um fíkniefnamarkaðinn í Esbjerg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×