Innlent

Dúxinn í Verzló fær 600 þúsund krónur í styrk

Verzlunarskóli Íslands
Verzlunarskóli Íslands
Verzlunarskóli Íslands brautskráir á morgun 287 nemendur með stúdentspróf en skólaslitin eru þau 106. í sögu skólans.

Dúx skólans fær að þessu tilefni úthlutað 600 þúsund króna styrk úr VÍ 100 afmælissjóði skólans. Í tilkynningu frá Verzlunarskólanum segir að 10 nemendur hafi verið með 1. ágætis einkunn í aðaleinkunn. Semidúxarnir þrír fá hver um sig námsstyrk að upphæð 250 þúsund krónur og hinir sex fá námsstyrk að upphæð 150 þúsund krónur. Þá fá sex nemendur úr yngri bekkjum skólans úthlutað námsstyrkjum úr afmælissjóði Viðskiptaráðs Íslands í viðurkenningarskyni fyrir góðan námsárangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×