Innlent

Bandaríkjamenn vilja meira af Yrsu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bandaríska risaforlagið Macmillan tryggði sér nýlega réttinn á tveimur metsölubókum Yrsu.
Bandaríska risaforlagið Macmillan tryggði sér nýlega réttinn á tveimur metsölubókum Yrsu.
Bandaríska risaforlagið Macmillan tryggði sér nýlega réttinn á tveimur metsölubókum Yrsu Sigurðardóttur. Um er að ræða bækurnar Auðnin og Ég man þig.

Auðnin kom upphaflega út á Íslandi árið 2008 og hefur verið gefin út víða. Hún var meðal annars bók vikunnar í Spiegel þegar hún kom út í Þýskalandi árið 2009. Ég man þig kom út fyrir síðustu jól og hefur notið mikilla vinsælda. Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni en hún er einnig væntanleg á markað í Englandi, á meginlandi Evrópu, Portúgal og víðar.

Síðastliðið haust keypti Macmillan útgáfuréttinn af Ösku, sem er einnig skrifuð af Yrsu Sigurðardóttur. Bókin er væntanleg á markað í Bandaríkjunum á þessu ári.

Yrsa tekur þessa dagana þátt í Crimefest, mikilli glæpsagnahátíð í Englandi ásamt fjölda annarra rithöfunda. Þar kemur hún tvisvar fram í pallborði í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×