Innlent

Engan sakaði í öflugri sprengingu á Grundartanga

Engan sakaði þegar öflug sprenging varð í einum af þremur ofnum Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í gærkvöldi, en húsið var rýmt í skyndingu og kallað var á slökkvilið, samkvæmt neyðaráætlun.

Vatn mun hafa komist í senrtingu við glóandi málm í ofni númer eitt, með þeim afleiðingum meðal annars, að glóandi málmur þeyttist út á gólf. En þá höfðu allir starfsmenn þegar forðað sér, því mælar höfðu varað þá við einhverju óeðlilegu í tæka tíð.

Allt rafmagn var tekið af verksmiðjunni, samkvæmt viðbragðsáætlun við svona aðstæður, en ofn númer tvö og þrjú voru gangsettir aftur í gærkvöldi.

Ofninn, sem sprengingin varð í, verður hinsvegar ekki gangsettur fyrr en að rannsókn og viðgerð loknum. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð af sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×