Innlent

Kerfisbreyting bíður haustsins

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir Mynd/Rósa
Bjarni Benediktsson
Tvö frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnun fiskveiða voru lögð fram á Alþingi í gær. Aðeins er stefnt á að afgreiða minna frumvarpið áður en þingmenn fara í sumarfrí.

 

Frumvarp sem snýr að viðamikilli kerfisbreytingu á stjórnun fiskveiða verður ekki að lögum fyrir sumarfrí þingmanna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að stefnt væri á að það yrði að lögum á haustþingi eða í september. Það frumvarp sem stefnt er á að afgreiða á yfirstandandi þingi snýr að strandveiðum og byggðakvóta.

 

„Við þurfum ekki á því að halda að fjölga þeim sem sækja sjóinn, heldur hámarka afrakstur af fiskveiðunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Hann gagnrýndi þar stjórnvöld harðlega fyrir að leggja frumvörpin ekki fyrr fram á þingi.

 

Bjarni benti á að Jóhönnu virðist hafa snúist algerlega hugur þegar komi að stjórnun fiskveiða. Nú vilji hún takmarka framsal, banna veðsetningu og auka völd ráðherra, þvert á það sem hún hafi sjálf talað fyrir á þingi árið 1990. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×