Clinton, Ísland og norðurslóðir Össur Skarphéðinsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Bandaríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með viðkvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikilvægir áfangar á afar jákvæðum og vinsamlegum fundi mínum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfirlýsingu um samstarf á vettvangi norðurslóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningu um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirstrikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til nota Hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norðurhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýting norðuslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjunum. Þó engar skuldbindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í kjölfar fundar utanríkisráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Bandaríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með viðkvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikilvægir áfangar á afar jákvæðum og vinsamlegum fundi mínum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfirlýsingu um samstarf á vettvangi norðurslóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningu um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirstrikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til nota Hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norðurhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýting norðuslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjunum. Þó engar skuldbindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í kjölfar fundar utanríkisráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun