Sport

Wojciechowski fækk gull í stangarstökki - notaði færri stökk en Borges

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Renaud Lavillenie svífur yfir ránna. Frakkinn vann til bronsverðlauna.
Renaud Lavillenie svífur yfir ránna. Frakkinn vann til bronsverðlauna. Nordic Photos / AFP
Pólverjinn Pawel Wojciechowski fékk gullverðlaun í stangarstökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Daegu í Suður-Kóreu. Wojciechowski stökk 5.90 metra.

Kúbverjinn Lazaro Borges stökk jafnhátt og Pólverjinn en notaði samanlagt fleiri stökk í keppninni. Frakkinn Renaud Lavillenie vann til bronsverðlauna en hann stökk 5.85 metra.

Heimsmetið í greininni, 6.14 metrar, er enn í eigu Úkraínumannsins Sergey Bubka. Það hefur verið í eigu hans frá árinu 1984 en núverandi met var sett árið 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×