Sport

Jeter fagnaði sigri í 100 m hlaupi kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carmelita Jeter fagnar sigri í morgun.
Carmelita Jeter fagnar sigri í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Hin bandaríska Carmelita Jeter felldi tár eftir að hún kom fyrst í mark í 100 m hlaupi kvenna á HM í frjálsíþróttum í Daegu í morgun.

Spretthlauparar frá Jamaíku hafa haft nokkra yfirburði á þessu sviði undanfarin ár, bæði í karla- og kvennaflokki. Gullverðlaunin voru því sérstaklega kærkomin fyrir Bandaríkjamenn.

Jeter kom í mark á 10,90 sekúndum en Veronica Campbell-Brown frá Jamaíku varð önnur á 10,97 sekúndum. Kelly-Ann Baptiste frá Trinidad og Tóbagó og Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíku fjórða. Allar hlupu þær undir ellefu sekúndum í dag.

Það var einnig keppt til úrslita í 400 m hlaupi kvenna og voru Bandaríkjamenn einnig nálægt því að vinna til gullverðlauna í þeirri grein. Allyson Felix, sem keppir fyrst og fremst í 200 m hlaupi, varð að sætta sig við silfur en Amantle Montsho frá Botswana kom öllum á óvart og kom fyrst í mark á 49,56 sekúndum.

Enginn kona hefur áður unnið til gullverðlauna á HM í bæði 200 og 400 m hlaupi kvenna og verður sjálfsagt einhver bið á því enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×