Óttast um 50 þúsund fanga 29. ágúst 2011 00:00 ekkert rennandi vatn Íbúar höfuðborgar Líbíu, Trípólí, ná sér í vatn á birgðastöð. Ekkert rennandi vatn er í borginni og innviðir stjórnkerfisins eru rjúkandi rústir.nordicphotos/afp Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. Ahmed Omar, ofursti og talsmaður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?" Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfsfólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, fréttamaður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin ríkisstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sárlega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt." Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dagana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí heldur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heimaborg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn uppreisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma innviðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. Ahmed Omar, ofursti og talsmaður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?" Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfsfólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, fréttamaður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin ríkisstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sárlega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt." Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dagana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí heldur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heimaborg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn uppreisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma innviðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira