Lífið

Beyoncé ófrísk

Beyoncé heldur hér utan um bumbuna
Beyoncé heldur hér utan um bumbuna myndir/cover media
Orðrómur um að söngkona Beyoncé beri barn undir belti var staðfestur þegar stjarnan mætti á MTV-hátíðina í gærkvöldi. Þar lét hún mynda sig á rauða dreglinum og hélt stolt utan um bumbuna á sér.

Söngkonan talaði ekki við fjölmiðla en talsmaður hennar staðfesti að hún væri ófrísk.

Þetta verður fyrsta barn Beyoncé og eiginmanns hennar, rapparans Jay-Z, en þau giftust árið 2008.

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru af henni á MTV-hátíðinni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.