Lífið

Vikulegt kynlíf

myndir/cover media &The Hollywood Reporter
Hugh Hefner, 85 ára, prýðir forsíðu tímaritsins The Hollywood Reporter, klæddur í náttföt eins og svo oft áður. Þar heldur hann því fram að Crystal Harris, 25 ára, stúlkan sem hætti við að giftast honum á allra síðustu stundu, hafi logið til um kynlífsathafnir þeirra í útvarpsviðtali við Howard Stern. Þar viðurkenndi Crystal að hún hafi einu sinni stundað kynlíf með gamla manninum, og að sú athöfn hafi staðið yfir í heilar tvær sekúndur.

Hugh heldur því hinsvegar fram í forsíðuviðtalinu að þau hafi stundað kynlíf einu sinni í viku á meðan sambandið stóð yfir eða í tæpt ár:

Við stunduðum kynlíf fyrstu nóttina sem við hittumst með aðra stúlku með okkur og það var yndislegt. Þess vegna bauð ég þeim báðum að vera hjá mér sömu helgi.

Ég er að leita mér að förunaut. Rómantískum félaga, er einnig haft eftir Hugh sem skoða má í myndasafni með Crystal og kanínuklæddum kvenmönnum fyrir framan flugvél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.