Verður í beinni útsendingu í 750 kvikmyndahúsum 24. september 2011 11:00 Öllu er tjaldað til í afmælisuppfærslu Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber, en hann á 25 ára afmæli. Garðar Thor Cortes er meðal þeirra sem syngja í sýningunni. NordicPhotos/Getty „Það er mjög gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ segir tenórinn Garðar Thor Cortes. Hann er staddur í London um þessar mundir að æfa fyrir sérstaka afmælisuppfærslu Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber, en 25 ár eru liðin frá því að söngleikurinn var frumsýndur fyrst á fjölum West End. Óperudraugurinn hefur notið næstum fáránlegra vinsælda, hann hefur velt 3,2 milljörðum punda í miðasölu á heimsvísu, sem þýðir að hann slær við kvikmyndum á borð við Titanic og E.T. Þá hefur hann verið settur upp í 145 borgum í 27 löndum og sýndur fyrir meira en 130 milljónir leikhúsgesta. Einvalalið kemur að sýningunni, sem verður í sjálfri Royal Albert Hall helgina 1. og 2. október. „Við syngjum eina sýningu á laugardeginum og síðan tvær á sunnudeginum,“ segir Garðar, en áhuginn á afmælinu er slíkur að beinar útsendingar verða í 250 kvikmyndahúsum í Bretlandi og 500 í Bandaríkjunum. Þá hafa tekist samningar um að sýna einnig í Ástralíu og Kanada. Hinni frægu tónleikahöll verður breytt í leikhús og margir af fremstu söngvurum Broadway og West End syngja titilhlutverkin. „Þetta eru kannski söngvarar sem fólk heima á Íslandi þekkir ekki en eru miklar söngleikjastjörnur hérna úti og alveg æðislega flottir,“ segir Garðar. Tenórinn er ekki að taka þátt í söngleiknum í fyrsta sinni því hann lék elskhugann Raoul árið 1999 á West End eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni. Og fékk afbragðsgóða dóma fyrir. „Ég söng hann þegar ég var 25 ára en núna leik ég Passirino, sem er ögn minna hlutverk og er aðallega í öðrum söngþætti,“ útskýrir Garðar. Fyrir nokkrum árum varð varla þverfótað fyrir fréttum af Garðari að sigra hin ýmsu lönd með röddina og sjarmann að vopni. Garðar segist ekki vera hættur að syngja í útlöndum, það sé stór hluti af lífinu í hinum sígilda tónlistarheimi. „Það er alltaf eitthvað í gangi og maður er eiginlega alltaf á stöðugu ferðalagi með ferðatöskuna opna. Ég reyni að vera sem mest heima þótt það gangi ekki alltaf eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ segir tenórinn Garðar Thor Cortes. Hann er staddur í London um þessar mundir að æfa fyrir sérstaka afmælisuppfærslu Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber, en 25 ár eru liðin frá því að söngleikurinn var frumsýndur fyrst á fjölum West End. Óperudraugurinn hefur notið næstum fáránlegra vinsælda, hann hefur velt 3,2 milljörðum punda í miðasölu á heimsvísu, sem þýðir að hann slær við kvikmyndum á borð við Titanic og E.T. Þá hefur hann verið settur upp í 145 borgum í 27 löndum og sýndur fyrir meira en 130 milljónir leikhúsgesta. Einvalalið kemur að sýningunni, sem verður í sjálfri Royal Albert Hall helgina 1. og 2. október. „Við syngjum eina sýningu á laugardeginum og síðan tvær á sunnudeginum,“ segir Garðar, en áhuginn á afmælinu er slíkur að beinar útsendingar verða í 250 kvikmyndahúsum í Bretlandi og 500 í Bandaríkjunum. Þá hafa tekist samningar um að sýna einnig í Ástralíu og Kanada. Hinni frægu tónleikahöll verður breytt í leikhús og margir af fremstu söngvurum Broadway og West End syngja titilhlutverkin. „Þetta eru kannski söngvarar sem fólk heima á Íslandi þekkir ekki en eru miklar söngleikjastjörnur hérna úti og alveg æðislega flottir,“ segir Garðar. Tenórinn er ekki að taka þátt í söngleiknum í fyrsta sinni því hann lék elskhugann Raoul árið 1999 á West End eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni. Og fékk afbragðsgóða dóma fyrir. „Ég söng hann þegar ég var 25 ára en núna leik ég Passirino, sem er ögn minna hlutverk og er aðallega í öðrum söngþætti,“ útskýrir Garðar. Fyrir nokkrum árum varð varla þverfótað fyrir fréttum af Garðari að sigra hin ýmsu lönd með röddina og sjarmann að vopni. Garðar segist ekki vera hættur að syngja í útlöndum, það sé stór hluti af lífinu í hinum sígilda tónlistarheimi. „Það er alltaf eitthvað í gangi og maður er eiginlega alltaf á stöðugu ferðalagi með ferðatöskuna opna. Ég reyni að vera sem mest heima þótt það gangi ekki alltaf eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira