Lífið

Dramatískt uppgjör miðaldra hjóna

Edda Björgvins og Þórhallur Sigurðsson leika aftur undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur í leikritinu Hjónabandssæla, en síðast þegar þau þrjú unnu saman varð kvikmyndin Stella í orlofi til. FRéttablaðið/valli
Edda Björgvins og Þórhallur Sigurðsson leika aftur undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur í leikritinu Hjónabandssæla, en síðast þegar þau þrjú unnu saman varð kvikmyndin Stella í orlofi til. FRéttablaðið/valli
Edda Björgvins og Laddi leika saman í Hjónabandssælu í Gamla bíói. „Við Laddi erum eiginlega eins og tvíburar. Við höfum samt ekki oft leikið saman í leikhúsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona um samstarf sitt við Þórhall Sigurðsson, eða Ladda.

Tvíeykið frumsýndi í gærkvöldi leikritið Hjónabandssæla undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur, en þau þrjú hafa ekki unnið saman síðan í kvikmyndinni frægu, Stella í orlofi. „Það er gaman að vinna saman aftur en Þórhildur er kröfuharður snillingur. Við höfum í nógu að snúast og æfingaferlið hefur verið í styttri kantinum,“ segir Edda, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún að róa taugarnar fyrir frumsýninguna. „Maður venst þessu aldrei og er alltaf jafn stressaður fyrir fyrstu sýningu. Það að ég þori að viðurkenna hræðsluna er ákveðið þroskamerki.“

Hjónabandssæla fjallar um hjón sem hafa verið gift í 25 ár og frúin dregur mann sinn á hótel úti á landi til að hressa upp á hjónabandið. „Þetta er dramatískt uppgjör miðaldra hjóna. Það má finna marga viðkvæma punkta og sannleikskorn í leikritinu en það er alltaf stutt í húmorinn.“

Sýningin er sú fyrsta í Gamla bíói, en Eddu líkar vel að standa þar á sviði. „Ég er rosalega hrifin af þessu kraftmikla fólki sem stendur á bak við opnun Gamla bíós á ný og er mikið í mun að húsið fái að vera áfram leikhús.“

alfrun@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.