Lífið

Tvítugur strákur frá Bosníu slær í gegn sem kvenfyrirsæta

Fæ betri laun Andrei Pejic er sáttur við að sýna kvenfatnað á tískuvikunum því þá fær hann hærri laun.
Fæ betri laun Andrei Pejic er sáttur við að sýna kvenfatnað á tískuvikunum því þá fær hann hærri laun. Nordicphotos/Getty
Pejic vekur athygli á tískupöllunum en hér er hann að sýna vetrartísku Jean Paul Gaultier.
Ein vinsælasta fyrirsætan á tískuvikunni í New York var Andrei Pejic, tvítugur strákur frá Bosníu. Pejic gefur stallsystrum sínum í fyrirsætubransanum ekkert eftir þrátt fyrir að vera af hinu kyninu og þykir bera dömufatnað með sóma.

„Ég vil ekki vera stelpa en mér finnst gaman að klæða mig í stelpuföt. Auk þess fæ ég kvenmannslaun, en þær fá miklu betur borgað en við strákarnir," segir Pejic í viðtali við ítalska tímaritið Grazia en í sumar sat Pejic í 98. sæti lista tímaritsins FHM yfir kynþokkafyllstu konur heims.

Það var franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier sem var fyrstur til að nota Pejic til að sýna dömufatnað á sýningu en hönnuðurinn er þekktur fyrir að ögra sífellt hinum hefðbundnu kynjahlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.