Tónlist

Kynnir EP-plötu í kirkju

Ólöf Arnalds syngur og spilar í kirkjunni St. Pancras Old Church. fréttablaðið/vilhelm
Ólöf Arnalds syngur og spilar í kirkjunni St. Pancras Old Church. fréttablaðið/vilhelm
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur hinn 24. nóvember tónleika í lítilli kirkju í London sem nefnist St. Pancras Old Church. Tónleikarnir verða haldnir til kynningar á nýrri EP-plötu hennar, Ólöf Sings, sem kemur út 7. nóvember. Hún hefur að geyma útgáfur Ólafar á lögum eftir tónlistarmenn á borð við Bob Dylan, Neil Diamond og Arthur Russell. Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason, sem býr í London, ætlar að hita upp fyrir Ólöfu. Hann gaf nýverið út sína aðra sólóplötu, Winter Sun. Önnur sólóplata, Ólafar, Innundir skinni, kom út fyrir ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×