Handbolti

Arnór: Þetta er í okkar höndum

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar

Arnór Atlason og félagar í íslenska landsliðinu eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir tap gegn Þjóðverjum og Arnór segir gott að hafa stöðuna enn í eigin höndum.

"Okkur fannst við hafa brugðist gegn Þjóðverjum í vörn og sókn. Spánverjaleikurinn verður erfiður en við teljum okkur eiga lausnir gegn þeirra varnarleik.

"Þetta var kannski búið að vera of gott til að byrja með og nú erum við komnir með bakið upp við vegginn og við erum oft bestir í svona stöðu. Við verðum að trúa því og mæta fullir af bjartsýni til leiks.

"Það hefur loðað við okkur að lenda í þessari stöðu. Fólk hefur kannski beðið eftir því að við gerðum í brækurnar en við skuldum fólkinu að koma til baka.

"Þetta lítur ekkert of vel út en er í okkar höndum sem skiptir öllu máli. Það er ekki gott að þurfa að treysta á aðra," sagði Arnór.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×