Handbolti

Aron: Þetta var hræðilegt

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar

Aron Pálmarsson var ekki upplitsdjarfur eftir Spánverjaleikinn frekar en félagar hans í íslenska landsliðinu.

"Við vorum búnir að kortleggja þá og vissum hvað væri í gangi. Þeir voru bara betri og fóru á fullu í allar aðgerðir. Þeir voru illviðráðanlegir í kvöld. Við áttum engin svör," sagði Aron eftir leikinn í kvöld.

"Það er algjört kjaftæði á að fá á sig tíu hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Það segir líka mikið um sóknarleikinn hjá okkur en við erum ekki að ná honum upp.

"Það er enn verið að keppa um ÓL-sæti og við ætlum okkur þangað. Það verður ekki auðvelt að rífa sig upp eftir þetta en við verðum að gera það," sagði Aron sár en honum leið ekki vel.

"Þetta voru leiðinlegustu 30 mínúturnar á ferlinum í dag. Þetta var hræðilegt."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×