Innlent

Larry King aflýst í Hörpunni

Larry King.
Larry King. Mynd/Afp
Hætt hefur verið sýningu þáttastjórnandans heimsfræga Larry King, sem hafði áætlað að heimsækja Ísland föstudaginn 23. september næstkomandi. Guðbjartur Finnbjörnsson, sem stóð að baki viðburðinum, segir ástæðuna vera dræma miðasölu.

„Það bara seldist ekki neitt. Ég held að fólk hafi ekki almennilega gert sér grein fyrir því hvað hann ætlaði að gera.“ sagði Guðbjartur, en á sýningunni stóð til að King færi yfir feril sinn sem einn þekktasti þáttastjórnandi heims.

Undir lok skemmtunarinnar átti áhorfendum svo að gefast færi á að spyrja hann spjörunum úr, eftir því sem fram kom á síðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.

Meðal viðmælenda hans má nefna Vladimir Putin, Charles Manson, Paul McCartney, Lady GaGa, Frank Sinatra, Marlon Brando, alla forseta Bandaríkjanna síðustu áratugi og margra helstu þjóðarleiðtoga heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×