Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður með góðan sigur liðs síns á ÍBV í kvöld, 2-1, í hörkuleika á gervigrasinu í Garðabæ.
„Við vorum að spila á móti frábæru liði. ÍBV og Valur eru sterkustu liðin sem við höfum mætt í sumar og það er frábært að sigra svona sterkan andstæðing,“ sagði Þorlákur.
Stjarnan náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en var mun sterkari aðilinn í þeim seinni. „Við gerðum smá breytingar, færðum liðið í hálfleik. Við spiluðum illa í fyrra hálfleik en fengum engu að síður tvö þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik. Það er bara svo mikill karakter í þessu liði, það er aldrei hægt að afskrifa okkur. Við hefðum getað bætt við mörkum. Leikmenn stigu upp í seinni hálfleik, við bæði spiluðum góðan fótbolta og börðumst eins og ljón,“ sagði Þorlákur en ÍBV ógnari marki Stjörnunnar lítið sem ekkert í seinni hálfleik en fékk þó eitt hættulegt færi í uppbótartíma.
„ÍBV er með frábærar skyndisóknir, spila mikið með löngum boltum og það taka allir ÍBV alvarlega. Ég held að bæði taktískar breytingar í hálfleik og hugarfar leikmanna hafi skilað þessum sigri,“ sagði Þorlákur Árni að lokum.
Þorlákur: Aldrei hægt að afskrifa okkur
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn