Bayern München er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Köln í kvöld. Bayern hefur unnið þrjá leiki í röð og hefur sett pressu á Borussia Dortmund, Schalke 04 og Borussia Mönchengladbach að fylgja þeim eftir þegar umferðin klárast um helgina.
Franck Ribery fékk rauða spjaldið á 33. mínútu leiksins en félagar hans lönduðu sigrinum þrátt fyrir að leika manni færri í 57 mínútur.
Það var markalaust í hálfleik en Mario Gomez kom Bayern í 1-0 á 48. mínútu eftir sendingu frá Thomas Müller en Gomez er búinn að skorað 16 deildarmörk á tímabilinu til þessa.
David Alaba skoraði annaði markið á 63. mínútu eftir sendingu frá Toni Kroos og Kroos innsiglaði síðan sigurinn á 88. mínútu eftir sendingu frá Alaba.
Bayern München hefur 37 stig á toppnum en Borussia Dortmund og Schalke 04 eru bæði með 31 stig. Borussia Mönchengladbach kemur síðan í fjórða sæti með 30 stig.
Bayern München náði sex stiga forskoti á toppnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

