Íslenski boltinn

Pape gerði þriggja ára samning við Grindavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pape í leik með Fylki sumarið 2010.
Pape í leik með Fylki sumarið 2010.
Pape Mamadou Faye er orðinn leikmaður Grindavíkur en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Þetta staðfesti hann sjálfur á Twitter-síðunni sinni:

„Allt klárt loksins, gerði þriggja ára samning við Grindavik og er orðinn leikmaður félagsins,“ skrifaði hann.

Pape er uppalinn hjá Fylki í Árbænum en lék með Leikni síðastliðið sumar. Hann er 20 ára gamall en á að baki 61 leik og fjórtán mörk í deild og bikar.

Guðjón Þórðarson tók nýverið við þjálfun Grindavíkur sem slapp naumlega við fall úr Pepsi-deild karla síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×