Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2011 19:14 Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira