Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Stígur Helgason skrifar 3. nóvember 2011 11:00 Ingvar Vilhjálmsson Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira