Fatarisinn H&M horfir til Íslands 4. janúar 2011 11:00 Koma H&M væri stórtíðindi fyrir tískuþyrsta Íslendinga enda hefur verslunin boðið upp á ódýran tískufatnað um allan heim. Áhuginn hjá H&M er mikill að mati þeirra sem tóku á móti sænsku sendinefndinni. NordicPhotos/Getty Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira