Viðskipti erlent

Konur eyða átta mánuðum af ævi sinni í að finna besta "dílinn"

Meðalkonan í Bretlandi eyðir átta mánuðum á lífi sínu í það að finna góðan "díl" í verslunum. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós en í henni voru verslunarvenjur 4000 kvenna rannsakaðar í þaula. Að meðaltali eyðir kona um 20 mínútum í að skoða föt í hverri verslunarferð og flestar konur fara í fataverslanir átta sinnum í mánuði, samkvæmt rannsókninni.

Það gera tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur á mánuði. Þá fer kvenpeningurinn þrisvar sinnum í matvöruverslun í viku og eyðir um þrettán mínútum í hverri ferð að skanna bestu tilboðin.

Að lokum eyða konur um 23 mínútum á viku á Internetinu að finna góð tilboð.

Þegar þetta er allt tekið saman og miðað við meðal ævilengd kvenna kemur í ljós að heilir átta mánuðir fara í leitina að besta tilboðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×