Að fara í manninn! Andrés Pétursson skrifar 4. janúar 2011 05:45 Þegar þungir og seinir knattspyrnumenn eiga ekki möguleika að ná boltanum af snjöllum spilara þá grípa þeir stundum til þess örþrifaráðs að tækla leikmanninn sjálfan. Þetta þykir mjög ódrengilegt en nær þó stundum þeim árangri að stoppa sókn andstæðinganna. Því miður virðist mér sumir Nei-sinnar í Evrópumálum vera farnir að beita þessari aðferð. Í tengslum við hrókeringar innan utanríkisþjónustunnar hafa þeir gripið til þess ráðs að gefa í skyn að samningamenn Íslands hafi það eitt að markmiði að landa góðu starfi hjá Evrópusambandinu að loknu samningaferlinu. Meira segja hefur einn forráðamaður Nei-sinna kastað fram þeirri tillögu að allir þeir sem að samningaviðræðunum koma skrifi undir yfirlýsingu að þeir muni ekki sækjast eftir embætti hjá ESB í ákveðið mörg ár eftir að samningaviðræðum lýkur. Maður veit varla hvort maður á hlæja eða gráta að þessari tillögu. Bæði vegur hún mjög að heiðarleika viðkomandi samningamanna og þar að auki skerðir hún atvinnufrelsi viðkomandi einstaklinga. Einnig hljóta flestir að vera sammála að það sé mjög mikilvægt að við sendum okkar allra besta fólk til að standa vörð um okkar hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þeir sem best þekkja til þessara mála hljóta að vera þeir aðilar sem hafa staðið í samningaviðræðum eða komið að samningagerðinni að öðru leyti. Það væri því fáranlegt að ekki væri hægt að senda þetta fólk til starfa erlendis á okkar vegum. Búast má við að umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu erði fyrirferðamikil á árinu 2011. Evrópusinnar hafa sett sér nokkur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda umræðunni á þeim nótum. Berjumst heiðarlega um boltann en tæklum ekki manninn á ruddalegan hátt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Þegar þungir og seinir knattspyrnumenn eiga ekki möguleika að ná boltanum af snjöllum spilara þá grípa þeir stundum til þess örþrifaráðs að tækla leikmanninn sjálfan. Þetta þykir mjög ódrengilegt en nær þó stundum þeim árangri að stoppa sókn andstæðinganna. Því miður virðist mér sumir Nei-sinnar í Evrópumálum vera farnir að beita þessari aðferð. Í tengslum við hrókeringar innan utanríkisþjónustunnar hafa þeir gripið til þess ráðs að gefa í skyn að samningamenn Íslands hafi það eitt að markmiði að landa góðu starfi hjá Evrópusambandinu að loknu samningaferlinu. Meira segja hefur einn forráðamaður Nei-sinna kastað fram þeirri tillögu að allir þeir sem að samningaviðræðunum koma skrifi undir yfirlýsingu að þeir muni ekki sækjast eftir embætti hjá ESB í ákveðið mörg ár eftir að samningaviðræðum lýkur. Maður veit varla hvort maður á hlæja eða gráta að þessari tillögu. Bæði vegur hún mjög að heiðarleika viðkomandi samningamanna og þar að auki skerðir hún atvinnufrelsi viðkomandi einstaklinga. Einnig hljóta flestir að vera sammála að það sé mjög mikilvægt að við sendum okkar allra besta fólk til að standa vörð um okkar hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þeir sem best þekkja til þessara mála hljóta að vera þeir aðilar sem hafa staðið í samningaviðræðum eða komið að samningagerðinni að öðru leyti. Það væri því fáranlegt að ekki væri hægt að senda þetta fólk til starfa erlendis á okkar vegum. Búast má við að umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu erði fyrirferðamikil á árinu 2011. Evrópusinnar hafa sett sér nokkur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda umræðunni á þeim nótum. Berjumst heiðarlega um boltann en tæklum ekki manninn á ruddalegan hátt!
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun