Reyna að bregðast við áhlaupi á bankakerfið 6. febrúar 2011 12:11 Frá mótmælunum í Egyptalandi. Mynd/AFP Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina. Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Fleiri fréttir Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Sjá meira
Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina.
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Fleiri fréttir Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Sjá meira