Ábyrgð okkar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. febrúar 2011 06:00 Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öðlingurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar