Hlustendaverðlaun FM 957 fara fram með pompi og prakt í kvöld í Hörpu. Sýnt verður frá verðlaunahátíðinni hér á Vísi og hefst útsendingin klukkan 21. Meðal þeirra verðlauna sem afhent verða eru söngvari ársins, söngkona ársins, bestir á tónleikum, nýliði ársins, plata ársins, flytjandi ársins og lag ársins.
Hægt verður að horfa á útsendinguna hér og þeir sem vilja fylgjast með í gegnum snjallsíma gera það hér þegar verðlaunaafhendingin hefst.
