
Allir viðbragðsaðilar komnir af stað vegna gossins

Hjörleifur segir að það hafi ekki verið sérlega mikil skjálftavirkni í dag. Hins vegar sé búið að vera nokkuð mikil á svæðinu, í Bárðabungu og víðar, allt árið. „Þannig að það var búist við því að það myndi gjósa á þessu ári," segir Hjörleifur.
Hjörleifur segir að gosóróinn hafi sést í flugi sem var á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur, en sú vél hafi verið í 18-20 þúsund fetum.
Tengdar fréttir

Gosmökkurinn sést víða
Gosmökkurinn frá Grímsvötnum í Vatnajökli sést víða og hefur risið hratt frá því að hans varð vart. Íbúar á Selfossi, Laugarvatni og Flúðum eru meðal þeirra sem haft hafa samband við fréttastofu síðustu mínútur. Samkvæmt sjónarvottum á Flúðum er mökkurinn dökkur neðst en að mestu hvítur. Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum sést mökkurinn einnig frá Skaftafelli, Vík og víðar á Suðurlandi.

Eldgos að hefjast í Grímsvötnum
Á sjöunda tímanum í kvöld komu fram merki á jarðskjálftamælum um að eldgos gæti verið að hefjast eða er hafið í Grímsvötnum í Vatnajökli. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessa. Frekari upplýsingar verða gefnar um leið og þær berast, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum

Eldgos í Grímsvötnum staðfest
„Það sést til gosmakkar. Þannig að það er staðfest að eldgos er hafið," segir Víðir Reynisson, hjá almannavörnum Ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir ómögulegt að segja til um það hversu mikið gosið er.