Kjaraviðræðum ríkisins og framhaldsskólakennara slitið 21. maí 2011 15:30 "Menn verða náttúrulega orðnir mjög reiðir í haust,“ segir formaður Félags framhaldsskólakennara. Mynd/Heiða Helgudóttir Kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins hefur verið slitið en upp úr slitnaði í gær þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisins hafði ekki umboð til að semja við framhaldsskólakennara þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við þá undanfarna daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði kennarar enn samningslausir í haust. Kjarasamningur kennara rann út í fyrrahaust en mikill seinagangur hefur verið í viðræðum um endurnýjun samninga. Grunnskólakennarar sömdu við ríkið nýverið og var allt eins búist við að samningar við framhaldsskólakennara myndu fylgja í kjölfarið. Aðalheiður segir samningsaðila hafa verið sammála um að ná niðurstöðu áður en skólarnir lykju stöfum í vor. „Það kom síðan alvarlegt bakslag í viðræðurnar í gær en mikil efnisleg samræða er búin að eiga sér stað undanfarna daga." Aðalheiður segir afar slæmt ef kennarar verða án samnings áfram. „Það er viðbúið að málin færist yfir á haustið og þá segir það sig sjálft að þá verður staðan orðin allt öðruvísi. Það er alvarlegt ef að okkar fólk fer út í sumarið án þess að fá nokkuð út í sín laun og það getur haft slæmar afleiðingar." Aðspurð hvort framhaldsskólakennarar íhugi að grípa til verkfalls segist Aðalheiður lítið geta sagt til um það. „Nú er starfstíma kennara að ljúka og öll sú umræða er eftir, en menn verða náttúrulega orðnir mjög reiðir í haust. Það blasir einfaldlega við." Aðalheiður segir boltann nú vera hjá ríkinu og fjármálaráðherra. „Við gerum kjarasamning við fjármálaráðherra og hann þarf náttúrulega mjög að hugsa sinn gang. Er meiningin að það verði ekkert gert fyrir framhaldsskólanna á næstu mánuðum? Það var tækifæri til að gera þetta núna og báðir samningsaðilar hafa verið sammála um mikilvægi þess að ná niðurstöðu en tækifærið virðist algjörlega vera að glutrast." Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins hefur verið slitið en upp úr slitnaði í gær þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisins hafði ekki umboð til að semja við framhaldsskólakennara þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við þá undanfarna daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði kennarar enn samningslausir í haust. Kjarasamningur kennara rann út í fyrrahaust en mikill seinagangur hefur verið í viðræðum um endurnýjun samninga. Grunnskólakennarar sömdu við ríkið nýverið og var allt eins búist við að samningar við framhaldsskólakennara myndu fylgja í kjölfarið. Aðalheiður segir samningsaðila hafa verið sammála um að ná niðurstöðu áður en skólarnir lykju stöfum í vor. „Það kom síðan alvarlegt bakslag í viðræðurnar í gær en mikil efnisleg samræða er búin að eiga sér stað undanfarna daga." Aðalheiður segir afar slæmt ef kennarar verða án samnings áfram. „Það er viðbúið að málin færist yfir á haustið og þá segir það sig sjálft að þá verður staðan orðin allt öðruvísi. Það er alvarlegt ef að okkar fólk fer út í sumarið án þess að fá nokkuð út í sín laun og það getur haft slæmar afleiðingar." Aðspurð hvort framhaldsskólakennarar íhugi að grípa til verkfalls segist Aðalheiður lítið geta sagt til um það. „Nú er starfstíma kennara að ljúka og öll sú umræða er eftir, en menn verða náttúrulega orðnir mjög reiðir í haust. Það blasir einfaldlega við." Aðalheiður segir boltann nú vera hjá ríkinu og fjármálaráðherra. „Við gerum kjarasamning við fjármálaráðherra og hann þarf náttúrulega mjög að hugsa sinn gang. Er meiningin að það verði ekkert gert fyrir framhaldsskólanna á næstu mánuðum? Það var tækifæri til að gera þetta núna og báðir samningsaðilar hafa verið sammála um mikilvægi þess að ná niðurstöðu en tækifærið virðist algjörlega vera að glutrast."
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira