Innlent

Húsfyllir á fyrirlestri Nóbelsverðlaunahafa

Dr. Elizabeth Blackburn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. heiðursdoktorsnafnbætur frá helstu háskólum Bandaríkjanna. Hér sést hún í Háskóla Íslands fyrr í dag með Sigurði Guðmundssyni, forseta Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og fyrrverandi Landlæknis.
Dr. Elizabeth Blackburn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. heiðursdoktorsnafnbætur frá helstu háskólum Bandaríkjanna. Hér sést hún í Háskóla Íslands fyrr í dag með Sigurði Guðmundssyni, forseta Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og fyrrverandi Landlæknis.
Húsfyllir var í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag þegar ástralsk-bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn Dr. Elizabeth Blackburn flutti þar erindi í tengslum við aldarafmæli skólans. Uppgötvanir Elizabeth og samstarfsmanna hennar skipta miklu máli fyrir skilning manna á áhættuþáttum sem snúa að hjartasjúkdómum og krabbameini og einnig á áhrifum streitu á lífslengd fólks, eins og það er orðað í tilkynningu frá HÍ.

Dr. Blackburn hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði haustið 2009 ásamt Carol Greider og Jack Szostak fyrir rannsóknir á svokölluðum telomera-röðum í endum litninga. Litningaendarnir styttast í hvert sinn sem fruma skiptir sér og það leiðir að endingu til hægari frumuskiptinga og öldrunar. Styttingin getur einnig valdið því að litningar skemmast og að einstaklingur fái í framhaldinu krabbamein.

Erindi Nóbelsverðlaunahafans bar yfirskriftina Telomerar og Telomerasar: Hvernig hafa þeir áhrif á heilsu manna og sjúkdóma? Við lok erindis síns svaraði Elizabeth fjölmögum spurningum úr sal en við upphaf fundarins flutti Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, ávarp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×