Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2011 14:42 Göngulax í sjó Það fer víst ekki á milli mála að laxinn er að mæta í árnar á suður og vesturlandi, þá líklega helst á leiðinni í þær ár sem eru þekktar fyrir snemmgengna stofna í samanburði við ár á svipuðum slóðum. Nægir þar að nefna t.d. Norðurá og Þverá/Kjarrá. Laxar sjást stökkva við hafnir og strandlengjuna við Reykjanes sem þýðir að fyrstu göngurnar ættu að renna í árnar um næstu mánaðarmót. Það er umtalað hvað laxinn kom snemma í fyrra og margir sem vilja spá því að svo verði einnig í ár en það er spurning hvað vetrarhretið sem nú geysar fyrir norðan og austan hefur mikil áhrif. Áhrifin gætu að margra mati seinkað göngum eitthvað sem eru frekar neikvæðar fréttir en veiðimenn eru bjartsýnismenn og ég hef heyrt talað um það manna á milli að allri úrkomu bera að fagna svo það verði ekki annað þurrkasumar eins og í fyrra. En það styttist í að veislan hefjist hjá laxveiðimönnum og framundan er líka gósentíð í vatnaveiðinni þegar það hlýnar aftur. Stangveiði Mest lesið Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Mikið líf í Hítarvatni Veiði Sogið Bíldsfell loksins komið í gang Veiði Fyrstu laxarnir mættir! Veiði SVFR gerir nýjan samning um Haukadalsá Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði
Það fer víst ekki á milli mála að laxinn er að mæta í árnar á suður og vesturlandi, þá líklega helst á leiðinni í þær ár sem eru þekktar fyrir snemmgengna stofna í samanburði við ár á svipuðum slóðum. Nægir þar að nefna t.d. Norðurá og Þverá/Kjarrá. Laxar sjást stökkva við hafnir og strandlengjuna við Reykjanes sem þýðir að fyrstu göngurnar ættu að renna í árnar um næstu mánaðarmót. Það er umtalað hvað laxinn kom snemma í fyrra og margir sem vilja spá því að svo verði einnig í ár en það er spurning hvað vetrarhretið sem nú geysar fyrir norðan og austan hefur mikil áhrif. Áhrifin gætu að margra mati seinkað göngum eitthvað sem eru frekar neikvæðar fréttir en veiðimenn eru bjartsýnismenn og ég hef heyrt talað um það manna á milli að allri úrkomu bera að fagna svo það verði ekki annað þurrkasumar eins og í fyrra. En það styttist í að veislan hefjist hjá laxveiðimönnum og framundan er líka gósentíð í vatnaveiðinni þegar það hlýnar aftur.
Stangveiði Mest lesið Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Mikið líf í Hítarvatni Veiði Sogið Bíldsfell loksins komið í gang Veiði Fyrstu laxarnir mættir! Veiði SVFR gerir nýjan samning um Haukadalsá Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði