Innlent

Bjartsýnn formaður

Mynd/AFP
Ed Miliband, formaður breska Verkamannaflokksins, er fullviss um að flokkurinn geti og muni sigra í næstu þingkosningum. Í kosningunum á síðasta ári tapaði flokkurinn meirihluta sínum á breska þiningu og í framhaldinu mynduðu Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar samsteypustjórn undir forystu David Cameron.

Miliband fjallar um Verkamannaflokkinn og erindi hans í grein í Guardian í dag. Formaðurinn segir flokkinn og helstu fulltrúa hans þurfa að einbeita sér að því að endurheimta traust kjósenda og að þar væri hreinskilni lykilatriði. „Við erum byrjuð að endurheimta traust fólks en við eigum eftir að sannfæra marga til viðbótar."

Miliband var kjörinn formaður Verkamannaflokksins í september á síðasta ári þegar hann tók við formannsembættinu af Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra. Á þeim tímamótum sagði Miliband að arfleifð Tonys Blair, fyrrverandi formanns flokksins og forsætisráðherra, ætti að heyra sögunni til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×