Innlent

Lykillinn að langlífi fundinn?

Ástralsk-bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn dr. Elizabeth. Blackburn ræðir um það í Háskóla Íslands í dag hvernig stytting litningaenda getur aukið hættuna á ýmsum sjúkdómum samtímans.
Ástralsk-bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn dr. Elizabeth. Blackburn ræðir um það í Háskóla Íslands í dag hvernig stytting litningaenda getur aukið hættuna á ýmsum sjúkdómum samtímans.
Uppgötvarnir Nóbelsverlaunahafans dr. Elizabeth Blackburn hafa breytt skilningi manna á öldrun. Hún hefur sýnt fram á slæm áhrif streitu á litningaenda og ávinning hreyfingar. Elizabeth mun fjalla um þetta í erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 14 í dag.  Uppgötvanir hennar og samstarfsmanna hennar skipta miklu máli fyrir skilning manna á áhættuþáttum sem snúa að hjartasjúkdómum og krabbameini og einnig á áhrifum streitu á lífslengd fólks.

Elizabeth er annar tveggja öndvegisfyrirlesara Heilbrigðisvísindasviðs á afmælisári Háskóla Íslands. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði haustið 2009 ásamt Carol Greider og Jack Szostak fyrir rannsóknir á svokölluðum telomera-röðum í endum litninga. Litningaendarnir styttast í hvert sinn sem fruma skiptir sér og það leiðir að endingu til hægari frumuskiptinga og öldrunar. Styttingin getur einnig valdið því að litningar skemmast og að einstaklingur fái í framhaldinu krabbamein.

Fjallað er um rannsóknir hennar í Fréttablaðinu í dag en þar er einnig rætt við Sigríði Böðvarsdóttur sem unnið hefur að rannsóknum á ættleggjum brjóstaæxlum sem byggja á uppgötvunum Elizabeth. „Síðustu á hefur henni tekist að sýna fram á sterk tengsl milli streitu af ýmsum toga og styttingar litningaenda en streita virðist með öðrum orðum flýta fyrir öldrun. Þetta á við um langvarandi streitu til að mynda hjá mæðrum langveikra barna og konum sem verða fyrir heimilsofbeldi,“ segir Sigríður um Elizabeth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×