Íslenski boltinn

Greta Mjöll: Þurfum bara að spila eins og við getum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Greta Mjöll Samúelsdóttir og félagar hennar í Breiðablik náðu ekki að nýta sér gott spil út á velli á móti nýliðum ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. ÍBV vann leikinn 2-0 og eru Blikakonur því aðeins með eitt stig af níu mögulegum en nýliðarnir eru einir á toppnum með fullt hús.

„Þetta virðist ekki vera alveg að ganga hjá okkur núna. Við erum allavega að skapa okkur færi í þessum leik sem er jákvæðara en í síðustu tveimur leikjum þar sem við vorum ekki að búa til neitt," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir.

„Það er skref fram á við en það er alveg klárt mál að við þurfum að fara að klára þessi færi og líka að koma íveg fyrir þessi mörk. Þetta virðist vera voða einfalt þegar maður segir þetta en þetta er eitthvað að klikka hjá okkur núna. Við þurfum bara að halda áfram og hífa upp um okkur buxurnar," sagði Greta.

„Núna megum við ekki fara að hugsa um það að við verðum að vinna. Það er ekki hægt að skora tvö mörk í hverri sókn og við þurfum bara að spila eins og við getum. Við erum ógeðslega góðar í fótbolta en við erum bara ekki alveg aðp smella saman og ná að sýna það," sagði Greta en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×