Erlent

Armstrong vill afsökunarbeiðni

Armstrong neitar öllum ásökunum um lyfjamisnotkun.
Armstrong neitar öllum ásökunum um lyfjamisnotkun. Mynd/ ap
Lögfræðingar hjólreiðakappans Lance Armstrong krefjast nú formlegrar afsökunarbeiðni frá sjónvarpsþættinum 60 mínútur fyrir óréttmætar ásakanir um lyfjamisnotkun en þeir segja þátt um efnið, sem CBS fréttastofan sendi frá sér þann 22. maí síðastliðinn, vera hroðvirknislegan og byggðan á samansafni ósanninda.



Í þættinum var meðal annars rætt við fyrrum liðsfélaga Armstrong, Tyler Hamilton, þar sem hann hélt því fram að Armstrong hefði rætt við sig um notkun sína á blóðaukandi lyfinu EPO og sagt sér frá því hvernig Alþjóðlegu hjólreiðasamtökin hefðu hjálpað honum að leyna jákvæðu lyfjaprófi í svissnesku hjólreiðakeppninni Tour de Suisse.



Talsmaður CBS fréttastofunnar svaraði ásökunum lögmannanna um ófagmannleg vinnubrögð og sagðist telja þáttinn vera ítarlegustu rannsókn sem gerð hefur verið á lyfjamisnotkun innan hjólreiðaíþróttarinnar.



Armstrong hefur neitað öllum ásökunum um lyfjamisnotkun en þau lyfjapróf sem gerð hafa verið á honum í gegnum tíðina hafa öll verið neikvæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×